Í gær, mánudag kom enn ein risableikjan á land úr Eyjafjarðará en þá voru feðgarnir Ágúst Ásgrímsson og Ágúst Máni Ágústsson að veiðum á 5.svæði. Alls lönduðu þeir rúmlega 20 fiskum og sú stærsta var engin smá smíði eða 77 cm löng hrygna sem Ágúst Máni hafði ekki í land fyrr en eftir 20 mínútna baráttu. Heilt yfir var þetta vænn fiskur og landaði t.a.m Ágúst annari sem var 67 […]
Fréttir
Í gær, 1. ágúst opnaði 5. svæði í Eyjafjarðaránni sem er jafnframt fremsta svæði árinnar og er óhætt að segja að það hafi opnað með látum. Helgi Sigurðsson ásamt Sólon Arnari Kristjánssyni og feðgunum Kristjáni og Gylfa lentu í flottri veiði þar sem um 40 bleikjur komu á land auk þess sem nokkrar sluppu. Sú stærsta var hvorki meira né minna en 71 cm löng og þurfti Gylfi Kristjánsson að […]
Um sl. helgi var fiskiteljara komið fyrir á svæðamörkum fjórða og fimmta svæðis í Eyjafjarðará. Stjórn veiðifélags Eyjafjarðarár telur að teljarinn sé mikilvægt tæki í ransóknum á fiskgengd í ánna og eins til að átta sig á stofnstærð bleikjunnar. Þetta er í annað sinn sem teljaranum er komið í ánna en í fyrra skiptið var ekki nógu vel staðið að málum en nú eru allir reynslunni ríkari. Nú þegar eru […]
Þá er Skessa frá Kópavogi loksins köstuð en ég var búinn að eiga von á því í um hálfan mánuð. Hún átti í vandræðum með köstunina og ástæðan var að annar fóturinn á folaldinu var krepptur inní henni. Eftir smá átök þar sem við Þórdís tókum á því með henni tókst þetta fyrir rest. Útkoman er stór, háfætt hryssa, kolsvört og verður líklega grá eins og pabbinn. Talandi um pabbann […]
Nú dregur til tíðinda á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit því bóndinn á staðnum hefur ákveðið að stórfækka hrossunum. Aðspurður segir Jón Elvar Hjörleifsson að nú sé komið að því að hafa færri og betri hross. Einnig sé mun meira uppúr því að hafa að minnka hesthúsið og fjölga nautgripum. Hér má sjá lista yfir þau hross sem eru til sölu og upplýsingar má fá hjá Jóni í síma 892 1197. Hryssur […]
Rígvænir fiskar veiðast nánast daglega í Eyjafjarðaránni þessa daganna. Við sögðum áður frá 88 cm fiski sem Kristján Gylfason veiddi á miðvikudag, Tristan Darri Ingvason tók svo einn 80 cm á fimmtudag og nú í dag var komið að Jóni Benedikt Gíslasyni að landa enn einu tröllinu, 85 cm fiski undir öruggri leiðsögn Bergþórs Ásgrímssonar. Allir þessir fiskar veiddust á 2. svæði.