Enn einn risafiskurinn úr Eyjafjarðará

Deila á:
Jón Benedikt Gíslason og 85 cm

 

Rígvænir fiskar veiðast nánast daglega í Eyjafjarðaránni þessa daganna. Við sögðum áður frá 88 cm fiski sem Kristján Gylfason veiddi á miðvikudag, Tristan Darri Ingvason tók svo einn 80 cm á fimmtudag og nú í dag var komið að Jóni Benedikt Gíslasyni að landa enn einu tröllinu, 85 cm fiski undir öruggri leiðsögn Bergþórs Ásgrímssonar. Allir þessir fiskar veiddust á 2. svæði.

Tristan Darri og 80 cm
Kristján Gylfason og 88 cm
Bergþór Ásgrímsson (Minnkurinn)