Um okkur

Ábúendur á Hrísum eru við hjónin Rósberg Halldór Óttarsson og Þórdís Rósa Sigurðardóttir. Við erum á besta aldri og eigum þrjú börn, þrjú tengdabörn og fimm barnabörn. Öll fjölskyldan hjálpast að við að gera það mögulegt að leigja út aðstöðuna hér á Hrísum sem er tilvalin fyrir ættarmót, veislur, fundi og bara allskonar mannfögnuði. Bústofninn er ekki stór en hann telur einhver sex hross og fimmtán hænsnfugla.