Hugsunin með þessari síðu er sú að fólk geti séð og fengið upplýsingar um hvað er í boði á Hrísum í Eyjafjarðarsveit.

Svæðið er vinsæll staður fyrir ættarmót og allskonar mannfögnuði. Nú er hægt að leigja gistingu innanhúss sem er nýbreytni hjá okkur. 
Sumarbústaðir eru á svæðinu til útleigu og það nýjasta hjá okkur er að þjónusta veiðimenn við Eyjafjarðará. Hluti af því er að breyta gamla mjólkurhúsinu á Hrísum í aðstöðu fyrir veiðimenn þar sem þeir geta þurrkað vöðlur, geymt stangir og jakka sem og fryst aflann er þeir gista á Hrísum.

Ákveðið var að setja þessa síðu í loftið og til að nýta hana sem best ákvað ég líka að koma áhugamálum mínum á framfæri. Ég kem til með að flytja fréttir af veiði, fyrst og fremst af Eyjafjarðará en hugsanlega af fleiri ám af norðurlandi. Einnig mun ég flytja fréttir af hestum og hestamennsku því þar liggur áhuginn líka.

Vonandi njótið þið og getið nýtt ykkur www.rosberg.is í framtíðinni.

Gisting fyrir veiðimenn

Fyrir þá sem hafa áhuga á að veiða í Eyjafjarðaránni í sumar og vantar gistingu þá getum við leyst málið. Erum með stórt...

Read More

Bókanir fyrir ættarmót 2021

Bókanir fyrir ættarmót á Hrísum Eyjafjarðarsveit er í fullum gangi fyrir næsta sumar. Nánari upplýsingar og pantanir á netfangið rosberg@rosberg.is

Read More

Bókun í rjúpnaveiðina hafin

Nú styttist í að rjúpnavertíðin hefjist og ekki seinna vænna en að opna fyrir bókanir. Sem fyrr bjóðum við uppá veiði á Þormóðsstöðum/Þormóðsstaðadal,...

Read More

Hafa samband

Upplýsingar

Sími +354 820 1107
Email: rosberg@rosberg.is

Við erum hér

Hrísar
Eyjafjarðarsveit
601 Akureyri

Rósberg Óttarsson