Holl 2 á Hrísum – byrjar vel

Deila á:

Seinnipartinn í dag, föstudag hófst veiði hjá holli nr 2 sem gistir hjá okkur á Hrísum nú í vor. Í samtali við Sverri Rúnarsson sem nú stendur vaktina ásamt félögum sínum í Iceland Outfitters þá fór veiðin vel af stað og komu 13 sjóbirtingar á land nú fyrstu vaktina. Mesta lífið var á svæðum 2 og 3 en þegar neðar dregur er mikið af ís í ánni og erfitt að eiga við hana þar. Þessir fiskar sem komu á land eru frá 62 cm uppí 82 cm sá stæðsti. Hér eru nokkrar myndir frá þessum flotta seinniparti.