Erfiðar aðstæður í opnunarholli

Deila á:

Fyrsta holl vorsins sem gisti hjá okkur á Hrísum lauk veiði í Eyjafjarðará í gær, laugardag. Aðstæður voru krefjandi en hávaða rok var nánast alla þrjá daganna og hitastig um 5 gráður. Þrátt fyrir þetta komu 32 fiskar á land og voru þeir stæðstu rúmlega 80 cm, 3 stk og nokkrir um 70 cm. Þetta verður að teljast þokkalegt miðað við aðstæður og ástundun en veiðimenn voru frekar rólegir út í þetta veður eins og Stefán Hrafnsson einn þeirra orðaði það. Hér að neðan eru nokkrar myndir af þeim félögum.

Við minnum á að við getum útvegað gistingu og veiðileyfi í Eyjafjarðará og er nú t.d. laust holl um miðjan ágúst. Áhugasamir geta sent okkur tölvupóst til að fá frekari upplýsingar á rosberg@rosberg.is

Jón Sigurðsson
Opnun Eyjafjarðarár 1. Apríl