Eyjafjarðará yfir þúsund fiska

Deila á:

Nú er ljóst að Eyjafjarðaráin er komin yfir þúsund fiska þetta sumarið og spurningin er bara hve mikið hún fer uppfyrir þá tölu. Lítið hefur verið veitt í henni síðustu daga enda veðrið ekki verið uppá marga fiska. Það var árið 2006 sem áin náði síðast yfir þúsund fiska svo þetta þokast í rétta átt og sumarið í sumar jákvætt framhald af síðasta sumri en þá var veiðin 991 fiskur. Ennþá er séns að setja í vænan birting því neðstu svæðin loka ekki fyrr en 10. Október, Margir flottir fiskar veiddust í sumar og hér má sjá nokkra þeirra.

Ágúst Máni með 77 cm bleikju
Gylfi Kristjánsson 71 cm bleikja

Jón Benedikt Gíslason og 85 cm
Kristján Gylfason og 88 cm
Tristan Darri og 80 cm

ir