Enn ein risableikjan úr Eyjafjarðará

Deila á:
Ágúst Máni með 77 cm bleikju

Í gær, mánudag kom enn ein risableikjan á land úr Eyjafjarðará en þá voru feðgarnir Ágúst Ásgrímsson og Ágúst Máni Ágústsson að veiðum á 5.svæði. Alls lönduðu þeir rúmlega 20 fiskum og sú stærsta var engin smá smíði eða 77 cm löng hrygna sem Ágúst Máni hafði ekki í land fyrr en eftir 20 mínútna baráttu. Heilt yfir var þetta vænn fiskur og landaði t.a.m Ágúst annari sem var 67 cm. Þetta er eftir því sem að ég best veit stærsta bleikja sem veiðst hefur í ánni í sumar.