Í gær, 1. ágúst opnaði 5. svæði í Eyjafjarðaránni sem er jafnframt fremsta svæði árinnar og er óhætt að segja að það hafi opnað með látum. Helgi Sigurðsson ásamt Sólon Arnari Kristjánssyni og feðgunum Kristjáni og Gylfa lentu í flottri veiði þar sem um 40 bleikjur komu á land auk þess sem nokkrar sluppu. Sú stærsta var hvorki meira né minna en 71 cm löng og þurfti Gylfi Kristjánsson að elta hana u.þ.b kílómeter niður ánna. Í morgun var svo Steingrímur Sævarr ásamt félögum sínum og fengu einnig fína veiði. Mikið er af rígvænni bleikju á svæðinu og margar þeirra sem hafa veiðs eru í kringum 60 cm.