Fiskiteljari kominn í Eyjafjarðará

Deila á:

Um sl. helgi var fiskiteljara komið fyrir á svæðamörkum fjórða og fimmta svæðis í Eyjafjarðará. Stjórn veiðifélags Eyjafjarðarár telur að teljarinn sé mikilvægt tæki í ransóknum á fiskgengd í ánna og eins til að átta sig á stofnstærð bleikjunnar.  Þetta er í annað sinn sem teljaranum er komið í ánna en í fyrra skiptið var ekki nógu vel staðið að málum en nú eru allir reynslunni ríkari. Nú þegar eru komnir nokkrir fiskar í gegnum teljarann þannig að fullyrða má að það er kominn fiskur í einhverjum mæli um alla á. Sem fyrr er hægt að versla veiðileyfi inná veiditorg.is