Rjúpnaveiðileyfi og gisting á Hrísum

Deila á:

Erum með lausar helgar í gistingu með rjúpnaveiðileyfi á Hrisum í Eyjafirði. Um er að ræða gistingu í sumarhúsum á svæðinu og möguleikum á rjúpnaveiði á þremur mismunandi svæðum í nágrenninu. Verð frá 30.000 kr á mann miðað við 4 menn. Innifalið gisting í 3 nætur og veiðileyfi í 3 daga. Nánari upplýsingar um málið og veiðisvæðin á netfangið rosberg@rosberg.is eða í skilaboðum í gegnum facebook síðu okkar ” Hrísar Eyjafirði Veiði ” .

Svæði 1 – Þormóðsstaðir og Þormóðsstaðadalur í Sölvadal.

Þormóðsstaðir er innsta jörðin í Sölvadal og er í um 340 metra hæð yfir sjó. Samkvæmt uppýsingum og kortum frá Búgarði þá eru Þormóðsstaðir taldir vera um 244 hektarar og Þormóðsstaðir II (ásamt þormóðsstaðadal) c.a. 3.000 hektarar sem er að mestu leyti Þormóðsstaðardalur.

Frá Þormóðsstöðum var lagður vegaslóði upp á Hólafjall árið 1960. Var sú leið nokkuð farin þar til vegur var ruddur fram Eyjafjarðardal 1975. Vegurinn um Hólafjall taldist hæsti fjallvegur á Íslandi um 1000 metra yfir sjávarmáli.

Veiðistaðalýsing : Móar, melar, gil.

Veiðileyfi : 3 byssur

Aðkoma : Vegur upp að Þormóðsstöðum

Fjarlægð frá Akureyri : 40 km

Fjarlægð frá Hrísum : 11 km

Bærinn á Þormóðsstöðum og séð inn Þormóðsstaðadal.

Séð inn Þormóðsstaðadal úr norðri

Hlíðin ofan við bæinn

Landamerki_Saurbæjarhrepps-Þormóðursstaðir

Sv 3. Kroppskógur / Kroppur / Hrafnagil

Skógurinn á Kroppi er u.þ.b 100 hektarar að stærð og tiltölulega ungur þannig að hann er þægilegur yfirferðar. Lerki og fura er ráðandi neðan til í skóginum en ofan til er mest af birki. Skógurinn er allur innan girðingar en þar fyrir ofan eru móar og melar upp að fjallsrótum. Að norðan er það Öldulækur sem skiptir landinu milli Kropps og Kristnes en að sunnan er það Grísará. Nokkru sunnar er Hrafnagil en þar er gríðarlega stórt hólf innan girðingar sem og annað eins upp að fjallsrótum.

Veiðistaðalýsing :

Kroppskógur – Skógur frekar ungur þannig að hann er þægilegur yfirferðar

Kroppur / Hrafnagil – Móar, melar, gil

Veiðileyfi :

Kroppskógur – 2 byssur

Kroppur ofan girðingar / Hrafnagil – 2 byssur

Aðkoma : Vegur upp að stóra hólfinu á Hrafnagili og ef gengið er þaðan í norður er komið inní efri hluta skógar í Kroppi

Fjarlægð frá Akureyri : 8 – 10 km

Fjarlægð frá Hrísum : 20 km

Hrafnagilsland

Hrafnagil syðst melar tún að fjallsrótum

Risahólf innan girðingar móar, melar og gi

Landslagið fyrir ofan Hrafnagil og Kropp

Skógurinn á Kroppi

Skógurinn á Kroppi

 

Kroppur Súlur