Eyjafjarðará – gisting

Deila á:

Fyrir þá sem hafa áhuga á að veiða í Eyjafjarðaránni í sumar og vantar gistingu þá getum við leyst málið. Erum með stórt íbúðarhús á Hrísum sem hentar vel fyrir veiðimenn. Húsið er vel staðsett, á mörkum 3 og 4 svæðis árinnar og í því eru sex svefnherbergi. Veiðileyfi fara í sölu innan skamms tíma á vefsíðunni eyjafjardara.is og nánari upplýsingar um gistinguna eru gefnar í gegnum netfangið rosberg@rosberg.is eða í síma 820 1107