Jón á Hrafnagili fækkar hrossum

Deila á:
Jón Elvar í hesthúsinu

Nú dregur til tíðinda á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit því bóndinn á staðnum hefur ákveðið að stórfækka hrossunum. Aðspurður segir Jón Elvar Hjörleifsson að nú sé komið að því að hafa færri og betri hross. Einnig sé mun meira uppúr því að hafa að minnka hesthúsið og fjölga nautgripum. Hér má sjá lista yfir þau hross sem eru til sölu og upplýsingar má fá hjá Jóni í síma 892 1197.

Hryssur og unghryssur:

 1. Brúnstjarna frá Hrafnagili IS2014265609 brúnstjörnótt F. Hlynur frá Vatnsleysu M. Frökk frá Vopnafirði
 2. Ugla frá Hrafnagili IS2017265606 grá F. Valur frá Úlfsstöðum M. Aría frá Flugumýri II
 3. Hrefna frá Hrafnagili IS2014265607 grá/mósótt F. Hrymur frá Hofi M. Hálfmósa frá Hrafnagili (mf Gustur frá Hóli)
 4. Yrpa frá Hrafnagili IS2013265606 jarpstjörnótt F. Fróði frá Staðartungu M. Brá frá Steinnesi (ae. 7.97)
 5. Hekla frá Hrafnagili IS2013265609 Móbrún F. Hrymur frá Hofi M. Báru Brá frá Litlu-Sandvík
 6. Hlý frá Hrafnagili IS2011265606 grá F. Hrymur frá Hofi M. Keila frá Bjarnastaðahlíð 1.v
 7. Freyja frá Hrafnagili IS2011265600 brún F. Orri frá Þúfu M. Sara frá Víðinesi 1.v
 8. Fiðla frá Hrafnagili IS2017265605 grá F. Valur frá Úlfsstöðum M. Harpa frá Selnes

Ræktunarhryssur

 1. Bára Brá frá Litlu-Sandvík IS1999287596 brún F. Glæsir frá Litlu-Sandvík M. Bára frá Stóra-Hofi
 2. Aría frá Flugumýri IS2003258628 jörp F. Keilir frá Miðsitju M. Komma frá Flugumýri II
 3. Keila frá Bjarnastaðahlíð IS1999257920 grá 1.v hryssa fylfull við Lord Vatnsleysu F. Keilir frá Miðsitju M. Hlíðar-Grána frá Bjarnastaðahlíð
 4. Harpa frá Selnesi IS2001257271 gráblesótt F. Feykir frá Hafsteinsstöðum M. Píla frá Selnesi

Geldingar:

 1. Frægur frá Hrafnagili IS2017265602 Móálóttur/tvístjörnóttur F. Forseti frá Vorsabæ II M. Ögrun frá Grund (mf. Galsi Sauðárkróki)
 2. Hrappur frá Hrafnagili IS2016165602 Fífilbleikur F. Draupnir frá Brautarholti M. Djásn frá Tungu (mf. Galsi Sauðárkróki)
 3. Þráður frá Hrafnagili IS2015165608 rauðjarpur F. Kambur frá Akureyri M. Bylgja frá Litlu Sandvík
 4. Fannar frá Hrafnagili IS2017265600 grár F. Hrímnir frá Hrafnagili M. Keila frá Bjarnastaðahlíð 1.v

Stóðhestar:

 1. Dropi frá Steinnesi IS2013156293 grár Albróðir Daggar frá Steinnesi F. Hrymur frá Hofi M. Assa frá Steinnesi

 

Jón Elvar er afar hlédrægur maður eins og sést á þessari mynd
Jón Elvar ( Ílustrá ) í fjósinu