Af hrossaræktinni á Hrísum er það að frétta að það fæddust þrjú folöld í sumar. Það má segja að sumarið hafi einkennst af brúnum lit en öll þrjú eru brún að lit. Fyrst fæddist Gosi frá Hrísum 19 júní undan Sögu frá Söguey (8,02 ) og Jarli frá Árbæjarhjáleigu (8,78 ) Næst í röðinni var Skessa frá Kópavogi (8,01 ) sem kastaði við Álfssoninn Eld frá Naustum ( 8,16 ) […]
Fréttir
Nú er tæpur mánuður síðan að vorveiðin í Eyjafjarðaránni hófst og er óhætt að segja að heillt yfir hafi hún gengið vel. Aðsókn er mikil og veiðin er að nálgast 200 fiska, þar af eru nokkrir sjóbirtingar yfir 80 sm. Þessi mikli áhugi varð til þess að stjórn árinnar ákvað að opna fyrir veiði á 3. svæði og hefur veiðin þar verið fín. Bókun í ánna er góð en vorveiðin […]
Erum með laust fyrir eitt holl, allt að 3 menn í gistingu og veiði hjá okkur um næstu helgi. Um er að ræða þriggja daga veiði á þremur mismunandi svæðum í Eyjafirði .Gisting í sumarhúsi á Hrísum, stutt á öll þrjú veiðisvæðin. Gisting og veiðileyfi 35.000 kr á mann miðað við þrjá. Nánari upplýsingar í netfangið rosberg@rosberg.is Svæðin sem um ræðir eru Hólsgerði sem er fremsti bær í Eyjafirði. […]
Erum með lausar helgar í gistingu með rjúpnaveiðileyfi á Hrisum í Eyjafirði. Um er að ræða gistingu í sumarhúsum á svæðinu og möguleikum á rjúpnaveiði á þremur mismunandi svæðum í nágrenninu. Verð frá 30.000 kr á mann miðað við 4 menn. Innifalið gisting í 3 nætur og veiðileyfi í 3 daga. Nánari upplýsingar um málið og veiðisvæðin á netfangið rosberg@rosberg.is eða í skilaboðum í gegnum facebook síðu okkar ” Hrísar […]
Nú er ljóst að Eyjafjarðaráin er komin yfir þúsund fiska þetta sumarið og spurningin er bara hve mikið hún fer uppfyrir þá tölu. Lítið hefur verið veitt í henni síðustu daga enda veðrið ekki verið uppá marga fiska. Það var árið 2006 sem áin náði síðast yfir þúsund fiska svo þetta þokast í rétta átt og sumarið í sumar jákvætt framhald af síðasta sumri en þá var veiðin 991 fiskur. […]