Vorveiði gengur vel í Eyjafjarðaránni

Deila á:

Nú er tæpur mánuður síðan að vorveiðin í Eyjafjarðaránni hófst og er óhætt að segja að heillt yfir hafi hún gengið vel. Aðsókn er mikil og veiðin er að nálgast 200 fiska, þar af eru nokkrir sjóbirtingar yfir 80 sm. Þessi mikli áhugi varð til þess að stjórn árinnar ákvað að opna fyrir veiði á 3. svæði og hefur veiðin þar verið fín. Bókun í ánna er góð en vorveiðin stendur til 15 maí. Sem fyrr eru veiðileyfin seld á www.veiditorg.is Einnig get ég útvegað veiðileyfi og gistingu á Hrísum ef áhugi er fyrir hendi. Nánari upplýsingar á rosberg@rosberg.is og í sima 820 1107

80 sm sjóbirtingur af 3.svæði
80 sm birtingur af 3.svæði veiðimaður Skjöldur Hólm