Folöld sumarsins 2019

Deila á:

Af hrossaræktinni á Hrísum er það að frétta að það fæddust þrjú folöld í sumar. Það má segja að sumarið hafi einkennst af brúnum lit en öll þrjú eru brún að lit. Fyrst fæddist Gosi frá Hrísum 19 júní undan Sögu frá Söguey (8,02 ) og Jarli frá Árbæjarhjáleigu (8,78 ) Næst í röðinni var Skessa frá Kópavogi (8,01 ) sem kastaði við Álfssoninn Eld frá Naustum ( 8,16 ) brúnni hryssu, Uglu frá Hrísum sem fæddist 21 júní . Að lokum fæddist Dögun frá Hrísum sem er undan Sveiflu frá Hóli ( 7,89 ) og Apollo frá Haukholtum ( 8,68 ) þann 24 júní.

Jökulrós frá Úlfsstöðum ( 8,17 ) var geld þetta sumarið en fór undir Hektor frá Hamarsey ( 7,91 ) og sónaðist fylfull við hann.