Risabirtingar á sveimi

Deila á:

Nú er þriðja hollið af fjórum sem eru í veiði og gistingu hjá okkur á Hrísum að störfum í ánni. Veiðin hefur gengið ágætlega en líklega aðeins verr en í fyrra og þar síðasta sumar en við spyrjum að leikslokum það er ennþá rúmur mánuður eftir af veiðitímanum. Áin stendur nú í 570 fiskum í veiðibókinni en eftir er að skrá töluvert mikið. Hollin tvö sem lokið hafa veiði hjá okkur voru með um 70 fiska sem eftir er að skrá og þeir sem eru núna að veiðum voru með 14 fiska eftir fyrri daginn í gær. Síðasta hollið kemur svo um miðjan september. Það er kominn sjóbirtingur í ánna og töluvert af honum. Sést hafa risabirtingar á svæðum 1, 2 og 3 en enginn sem ég veit um hafa komið á land í yfirstærð en nokkrir hafa slitið færi veiðimanna. Sjóbirtingurinn er meira að segja kominn í töluverðu magni uppá svæði fjögur og fengust þar tveir birtingar í gær. Ég læt nokkrar myndir fylgja hér með af fyrstu tveimur hollunum í sumar og nokkrum fiskum. Ég minni á að ég get skipulagt veiði og gistingu við Eyjafjarðará og bætt við hollum í haustveiðina. Hafið samband í netfangið rosberg@rosberg.is

Holl 1
Team Bætir viðbót 2019
Team Bætir viðbót 2019
Team Bætir foringinn
Misgildir 2019 með kokknum
Heimir Misgildur 2019
Þröstur Misgildur 2019
Sjóbirtingur af 2. sv 25.8.2019
Sjóbirtingur af 2.sv 26.8.2019