Vænir birtingar úr Eyjafjarðará í dag

Deila á:
Tristan og 72 cm urriði
Tristan og 72 cm urriði

Vænir sjóbirtingar veiddust á 2. svæði Eyjafjarðarár í dag.  Tristan Darri Ingvason var við veiðar seinni vaktina og landaði 4 fiskum. Um var að ræða boltafiska og voru tveir þeirra yfir 70 cm. Sá stærri 79 cm og annar 72 cm.  Veiðin hefur farið vel af stað í ánni þrátt fyrir kuldatíð fyrir norðan frá opnun árinnar. Veiðimenn hafa verið að kljást við krapa í ánni og þegar sólin sest þá  frýs oftar en ekki í lykkjum. Í ljósi þessa hefur stjórn veiðifélagsins ákveðið að breyta veiðitímanum í ánni nú í vorveiðinni úr kl. 7 – 13 og 16 – 22 í 8 – 14 og 15 – 21. Veiðileyfi í Eyjafjarðará er hægt að kaupa hérhttps://www.veiditorg.is/veidileyfi/eyjafjardara

 

Tristan og 79 cm urriði
Tristan og 79 cm urriði
Tristan og 63 cm sjóbirtingur
Tristan og 63 cm sjóbirtingur