Mikil bleikjuveiði fyrstu tvo daga vorveiðinnar.

Deila á:
59 cm bleikja af 2. svæði í morgun

Fyrstu tveir dagar vorveiðinnar í Eyjafjarðará einkennast af mikilli bleikjuveiði á 1. svæði. Alls hafa rúmlega 50 bleikjur veiðst á svæðinu og eru þær nánast allar á bilinu 50 til 60 cm. Innan við 10 sjóbirtingar hafa veiðst á 1. svæði, frekar smáir en þó einn 67 cm. Þónokkur veiði var einnig á 2. svæði þessa fyrstu tvo daga og virðist sem að meira sé af sjóbirtingi þar. Hægt er að versla veiðileyfi í Eyjafjarðará inná vefnum www.veiditorg.is