Kynning á rjúpnasvæðum / þriðji hluti

Deila á:

Síðastliðinn vetur buðum við veiðimönnum uppá rjúpnaveiðileyfi með gistingu á Hrísum sem mældist vel fyrir og verður nú áframhald á. Við bjóðum uppá tvö svæði alla leyfðu veiðidaganna 22 og það þriðja að hluta. Svæðin eru öll 3 byssu svæði og kostar helgin þ.a.s veiði og gisting í þrjá daga 35.000 kr á byssu eða samtals 105.000 kr. Hér kemur fyrsta kynning af svæðunum en svæði tvö verður kynnt á mánudag og það síðasta á þriðjudag. Öll eru svæðin í minna en 15 mínútna akstursfjarlægð frá gististað ( Hrísum ). Nánari upplýsingar í netfanginu rosberg@rosberg.is eða í skilaboðum in á facebook síðunni “Hrísar Eyjafirði Veiði”

Hólsgerði

Svæðið sem við kynnum í dag er Hólsgerði en það er ynnsti bær í Eyjafirði. Um er að ræða skóg sem er um 200 hektarar að stærð og er mestmegnis lerki og greni en veiðisvæðið allt er í kringum 700 hektarar. Mjög skemmtilegt og fjölbreytt svæði sem gaf góða veiði sl. vetur.

Veiðistaðalýsing: 200 hektara skógrækt, móar, melar og gil.

Veiðileyfi: 3 byssur

Fjöldi veiðidaga í boði: tvær helgar af fimm. – 6 – 7 – 8 nóv og – 20 – 21 – 22 nóv

Aðkoma: Vegur að veiðislóð

Fjarlægð frá Akureyri: 45 km

Fjarlægð frá Hrísum: 15 km

Fjölbreytt landslag í Hólsgerði
Ung skógrækt
Hólsgerði
Hólsgerðislandið
Hólsgerðisskógur 2018
Fjallið ofan Hólsgerðis
Rjúpur í fjallinu ofan Hólsgerðis 2018
Rjúpur úr Hólsgerðisskógi 2018