Gisting

Gisting fyrir veiðimenn

Við bjóðum veiðimenn í Eyjafjarðará velkomna og bjóðum þeim uppá gistingu í tæplega 200 fm2 einbýlishúsi að Hrísum sem er á mótum 3 og 4 svæðis. Um er að ræða stórt og rúmgott hús með 6 tveggja manna herbergjum. Lök fylgja á rúmum og sængur og koddar en veiðimenn þurfa að koma með sængurver og koddaver. Þó er einnig hægt að leigja rúmföt sé þess óskað. Hluti af bættri þjónustu við veiðimenn er að við höfum breytt gömlu mjólkurhúsi í upphitaða stakka og vöðlugeymslu.

Veiðifréttir