Daily Archives: 20. febrúar, 2018

3 póstar

Brá frá Steinnesi

Deila á:

Í dag var ein af ræktunarhryssum okkar felld en það er Brá frá Steinnesi. Hún var 27 vetra gömul undan Anga frá Laugarvatni og Ösp frá Steinnesi. Brá var falleg hryssa með 8,15 fyrir byggingu, 7,79 fyrir kosti og 7,97 í aðaleinkunn. Við keyptum Brá árið 2008 og fengum við undan henni fimm hross. Yngsta afkvæmi hennar er hryssa á fjórða vetur í okkar eigu, Hafdís frá Hrísum.

Góð bókun í sumar

Deila á:

Fín bókun er í sumarhúsin hjá okkur í sumar og er annað húsið fullbókað frá 8. júní til 8. september. Töluvert er laust í hinu en allar helgar frá miðjum júní að verslunarmannahelgi eru bókaðar. Nánari upplýsingar í tölvupósti á rosberg@rosberg.is eða í síma 820 1107