Flokkar Hestar

6 posts

Folöld sumarsins 2020

Deila á:

Eins og árið á undan voru það þrjú folöld sem fæddust þetta sumarið, tveir hestar og ein hryssa. Skessa frá Kópavogi ( 8,01 ) kastaði brúnskjóttum hesti við Hektor frá Hamarsey. Jökulrós frá Úlfsstöðum ( 8,17 ) kom einnig með hest undan Hektor og er sá jarpskjóttur/höttóttur/blesóttur. Loks kom Saga frá Söguey með bleika hryssu undan Konsert frá Hofi. Hryssurnar mínar fóru undir Pensil frá Hvolsvelli og Hnokka frá Eylandi […]

Folöld sumarsins 2019

Deila á:

Af hrossaræktinni á Hrísum er það að frétta að það fæddust þrjú folöld í sumar. Það má segja að sumarið hafi einkennst af brúnum lit en öll þrjú eru brún að lit. Fyrst fæddist Gosi frá Hrísum 19 júní undan Sögu frá Söguey (8,02 ) og Jarli frá Árbæjarhjáleigu (8,78 ) Næst í röðinni var Skessa frá Kópavogi (8,01 ) sem kastaði við Álfssoninn Eld frá Naustum ( 8,16 ) […]

Skessa köstuð

Deila á:

Þá er Skessa frá Kópavogi loksins köstuð en ég var búinn að eiga von á því í um hálfan mánuð. Hún átti í vandræðum með köstunina og ástæðan var að annar fóturinn á folaldinu var krepptur inní henni. Eftir smá átök þar sem við Þórdís tókum á því með henni tókst þetta fyrir rest. Útkoman er stór, háfætt hryssa, kolsvört og verður líklega grá eins og pabbinn. Talandi um pabbann […]

Jón á Hrafnagili fækkar hrossum

Deila á:

Nú dregur til tíðinda á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit því bóndinn á staðnum hefur ákveðið að stórfækka hrossunum. Aðspurður segir Jón Elvar Hjörleifsson að nú sé komið að því að hafa færri og betri hross. Einnig sé mun meira uppúr því að hafa að minnka hesthúsið og fjölga nautgripum. Hér má sjá lista yfir þau hross sem eru til sölu og upplýsingar má fá hjá Jóni í síma 892 1197. Hryssur […]

Aftur í hrossarækt

Deila á:

  Síðastliðið sumar tók ég þá ákvörðun að byrja aftur í hrossarækt en þá hafði ég ekki haldið hryssu í fimm ár. Ég eignaðist fyrstu verðlauna hryssuna Skessu frá Kópavogi sem er með 7,81 fyrir byggingu, 8,13 fyrir hæfileika og 8,01 í aðaleinkunn. Ættir Skessu finnst mér spennandi en hún er undan Hrafnsdótturinni, Vordísi frá Kópavogi og faðirinn er Orrasonurinn Sókrates frá Herríðarhóli. Sókrates þessi er albróðir gæðingarmóðurinnar Heru frá […]

Brá frá Steinnesi

Deila á:

Í dag var ein af ræktunarhryssum okkar felld en það er Brá frá Steinnesi. Hún var 27 vetra gömul undan Anga frá Laugarvatni og Ösp frá Steinnesi. Brá var falleg hryssa með 8,15 fyrir byggingu, 7,79 fyrir kosti og 7,97 í aðaleinkunn. Við keyptum Brá árið 2008 og fengum við undan henni fimm hross. Yngsta afkvæmi hennar er hryssa á fjórða vetur í okkar eigu, Hafdís frá Hrísum.