Síðastliðið sumar tók ég þá ákvörðun að byrja aftur í hrossarækt en þá hafði ég ekki haldið hryssu í fimm ár. Ég eignaðist fyrstu verðlauna hryssuna Skessu frá Kópavogi sem er með 7,81 fyrir byggingu, 8,13 fyrir hæfileika og 8,01 í aðaleinkunn. Ættir Skessu finnst mér spennandi en hún er undan Hrafnsdótturinni, Vordísi frá Kópavogi og faðirinn er Orrasonurinn Sókrates frá Herríðarhóli. Sókrates þessi er albróðir gæðingarmóðurinnar Heru frá Herríðarhóli sem á hvorki fleiri né færri en sjö fyrstuverðlauna afkvæmi og þar á meðal eru stóðhestarnir Hágangur frá Narfastöðum og Stormur frá Herríðarhóli. Skessa fór undir gæðinginn Val frá Úlfsstöðum sl. sumar og verður spennadi að sjá útkomuna. Valur er hátt dæmdur hestur með 8,71 fyrir hæfileika og skartar m.a. þremur níum, fyrir tölt, skeið og vilja/geðslag. Hann er undan Gusti frá Hóli og Hugadótturinni Tign frá Úlfsstöðum. Gust þarf varla að kynna en Tign er gæðingamóðir sem hefur skilað fimm afkvæmum í fyrstu verðlaun. Það er spennandi sumar framundan.