Hrísar
Hrísar í Eyjafjarðarsveit er tilvalinn staður fyrir ættarmót, brúðkaup, afmælisveislur eða bara allskonar mannfögnuði.
Veislusalir
Um er að ræða veislusal sem rúmar mjög vel 70 manns og inn af honum er annar minni sem rúmar vel 30 manns, samtals um 100 manns. Í salnum er forstofa, tvær snyrtingar og eldhúskrókur. Í eldhúsi er eldavél, iðnaðaruppþvottavél, stór kaffivél og öll þau áhöld sem prýða eldhús. Borðbúnaður er til fyrir 100 manns þ.a.s matardiskar, djúpir diskar, kökudiskar, kaffibollar, vatnsglös, gafflar, borðhnífar, skeiðar og kökugafflar/teskeiðar.
Útisvæði
Utan við salinn í austurátt er stór sólpallur með sumarhúsgögnum og er hann í skjóli við norðanátt því hlaðan er áföst salnum og liggur í austur/vestur.
Hlaðan
Gisti og leiksvæði
Sunnan við hlöðuna er tjaldsvæði og þar eru rafmagnstenglar.
Fótboltavöllur er á svæðinu.
Upplýsingar
Helgarleiga fyrir ættarmót frá kl. 12.00 á föstudegi til kl. 16.00 á sunnudegi er 100.000 kr
Staðfestingargjald er 30.000 kr sem greiðist við bókun.
Hægt er að kaupa þrif sem kostar 35.000 kr en það verð miðast við góða umgengni.