Þá er Skessa frá Kópavogi loksins köstuð en ég var búinn að eiga von á því í um hálfan mánuð. Hún átti í vandræðum með köstunina og ástæðan var að annar fóturinn á folaldinu var krepptur inní henni. Eftir smá átök þar sem við Þórdís tókum á því með henni tókst þetta fyrir rest. Útkoman er stór, háfætt hryssa, kolsvört og verður líklega grá eins og pabbinn. Talandi um pabbann þá er það fyrstu verðlauna Gustsonurinn Valur frá Úlfsstöðum en Skessa er einnig fyrstu verðlauna hryssa.
Valur frá Úlfsstöðum