Síðastliðinn vetur buðum við veiðimönnum uppá rjúpnaveiðileyfi með gistingu á Hrísum sem mældist vel fyrir og verður nú áframhald á. Við bjóðum uppá tvö svæði alla leyfðu veiðidaganna 22 og það þriðja að hluta. Svæðin eru öll 3 byssu svæði og kostar helgin þ.a.s veiði og gisting í þrjá daga 35.000 kr á byssu eða samtals 105.000 kr. Hér kemur fyrsta kynning af svæðunum en svæði tvö verður kynnt á mánudag og það síðasta á þriðjudag. Öll eru svæðin í minna en 15 mínútna akstursfjarlægð frá gististað ( Hrísum ). Nánari upplýsingar í netfanginu rosberg@rosberg.is eða í skilaboðum in á facebook síðunni “Hrísar Eyjafirði Veiði”
KROPPUR / KROPPSKÓGUR
Skógurinn á Kroppi er u.þ.b 100 hektarar að stærð og tiltölulega ungur þannig að hann er þægilegur yfirferðar. Lerki og fura er ráðandi neðan til í skóginum en ofan til er mest af birki. Skógurinn er allur innan girðingar en þar fyrir ofan eru móar og melar upp að fjallsrótum. Að norðan er það Öldulækur sem skiptir landinu milli Kropps og Kristnes en að sunnan er það Grísará.
Veiðimenn voru almennt ánægðir með Kroppsvæðið í fyrra og gerðu margir fína veiði þar.
Veiðistaðalýsing :
Kroppskógur / Kroppur – Skógur frekar ungur þannig að hann er þægilegur yfirferðar. Þar fyrir ofan móar, melar, gil upp að fjalli.
Fjöldi byssa: 3
Fjöldi veiðidaga í boði: 22
Vegalengd frá Akureyri: 10 km
Vegalengd frá Hrísum: 20 km