Kynning á rjúpnasvæðum / annar hluti

Deila á:

Síðastliðinn vetur buðum við veiðimönnum uppá rjúpnaveiðileyfi með gistingu á Hrísum sem mældist vel fyrir og verður nú áframhald á. Við bjóðum uppá tvö svæði alla leyfðu veiðidaganna 22 og það þriðja að hluta. Svæðin eru öll 3 byssu svæði og kostar helgin þ.a.s veiði og gisting í þrjá daga 35.000 kr á byssu eða samtals 105.000 kr. Hér kemur fyrsta kynning af svæðunum en svæði tvö verður kynnt á mánudag og það síðasta á þriðjudag. Öll eru svæðin í minna en 15 mínútna akstursfjarlægð frá gististað ( Hrísum ). Nánari upplýsingar í netfanginu rosberg@rosberg.is eða í skilaboðum in á facebook síðunni “Hrísar Eyjafirði Veiði”

Þormóðsstaðir og Þormóðsstaðadalur í Sölvadal.

Þormóðsstaðir er innsta jörðin í Sölvadal og er í um 340 metra hæð yfir sjó. Samkvæmt uppýsingum og kortum frá Búgarði þá eru Þormóðsstaðir taldir vera um 244 hektarar og Þormóðsstaðir II (ásamt þormóðsstaðadal) c.a. 3.000 hektarar sem er að mestu leyti Þormóðsstaðardalur.

Frá Þormóðsstöðum var lagður vegaslóði upp á Hólafjall árið 1960. Var sú leið nokkuð farin þar til vegur var ruddur fram Eyjafjarðardal 1975. Vegurinn um Hólafjall taldist hæsti fjallvegur á Íslandi um 1000 metra yfir sjávarmáli.

Veiðistaðalýsing : Móar, melar, gil.

Veiðileyfi : 3 byssur

Fjöldi veiðidaga í boði: 22

Aðkoma : Vegur upp að Þormóðsstöðum

Fjarlægð frá Akureyri : 40 km

Fjarlægð frá Hrísum : 11 km

Séð heim að Þormóðsstöðum

Fjallið ofan við bæinn

Fjallið sumar

Séð inn Þormóðsstaðadalinn

Séð inn Þormóðsstaðadal að sumri