Bræðurnir Valli og Siggi Binni í Veiðirikinu ásamt Sveinbirni Jónssyni skelltu sér einn seinnipart á 1. svæði í vikunni. Heilt yfir var frekar rólegt hjá þeim og komu tveir fiskar á land. Annar þeirra var þó enginn smá smíði því hann var 95 cm að lengd og alveg hnöttóttur eða rúmlega 50 cm í þvermál. Það var Sveinbjörn sem setti í fiskinn og var honum landað eftir mikla baráttu.
Hér má sjá Svenna með tröllið