Áfram heldur veislan í Eyjafjarðaránni

Deila á:

Félagarnir í Iceland Outfitters hollinu héldu uppteknum hætti í dag eftir góða byrjun seinniparinn í gær. Í dag komu 23 fiskar á land og voru margir hverjir rígvænir. Tveir stæðstu voru 85 cm, þrír 81 – 83 cm og nokkrir yfir 70 cm. Einnig kom á land ein 67 cm bleikja og 82 cm lax. Þremur vöktum lokið og 36 fiskar á land sem verður að teljast gott. Hér að neða má sjá nokkrar myndir frá deginum í dag og af mörgum góðum þá er myndin af þeim feðgum Sigga, Stebba og Matta með tvo birtinga alveg hreint mögnuð.