Yearly Archives: 2018

21 posts

Laus rjúpnaveiðileyfi 16-17 og 18 nóv

Deila á:

Erum með laust fyrir eitt holl, allt að 3 menn í gistingu og veiði hjá okkur um næstu helgi. Um er að ræða þriggja daga veiði á þremur mismunandi svæðum í Eyjafirði .Gisting í sumarhúsi á Hrísum, stutt á öll þrjú veiðisvæðin. Gisting og veiðileyfi 35.000 kr á mann miðað við þrjá. Nánari upplýsingar í netfangið rosberg@rosberg.is   Svæðin sem um ræðir eru Hólsgerði sem er fremsti bær í Eyjafirði. […]

Rjúpnaveiðileyfi og gisting á Hrísum

Deila á:

Erum með lausar helgar í gistingu með rjúpnaveiðileyfi á Hrisum í Eyjafirði. Um er að ræða gistingu í sumarhúsum á svæðinu og möguleikum á rjúpnaveiði á þremur mismunandi svæðum í nágrenninu. Verð frá 30.000 kr á mann miðað við 4 menn. Innifalið gisting í 3 nætur og veiðileyfi í 3 daga. Nánari upplýsingar um málið og veiðisvæðin á netfangið rosberg@rosberg.is eða í skilaboðum í gegnum facebook síðu okkar ” Hrísar […]

Eyjafjarðará yfir þúsund fiska

Deila á:

Nú er ljóst að Eyjafjarðaráin er komin yfir þúsund fiska þetta sumarið og spurningin er bara hve mikið hún fer uppfyrir þá tölu. Lítið hefur verið veitt í henni síðustu daga enda veðrið ekki verið uppá marga fiska. Það var árið 2006 sem áin náði síðast yfir þúsund fiska svo þetta þokast í rétta átt og sumarið í sumar jákvætt framhald af síðasta sumri en þá var veiðin 991 fiskur. […]

Enn ein risableikjan úr Eyjafjarðará

Deila á:

Í gær, mánudag kom enn ein risableikjan á land úr Eyjafjarðará en þá voru feðgarnir Ágúst Ásgrímsson og Ágúst Máni Ágústsson að veiðum á 5.svæði. Alls lönduðu þeir rúmlega 20 fiskum og sú stærsta var engin smá smíði eða 77 cm löng hrygna sem Ágúst Máni hafði ekki í land fyrr en eftir 20 mínútna baráttu. Heilt yfir var þetta vænn fiskur og landaði t.a.m Ágúst annari sem var 67 […]

5.svæði Eyjafjarðarár opnar með látum

Deila á:

Í gær, 1. ágúst opnaði 5. svæði í Eyjafjarðaránni sem er jafnframt fremsta svæði árinnar og er óhætt að segja að það hafi opnað með látum. Helgi Sigurðsson ásamt Sólon Arnari Kristjánssyni og feðgunum Kristjáni og Gylfa lentu í flottri veiði þar sem um 40 bleikjur komu á land auk þess sem nokkrar sluppu. Sú stærsta var hvorki meira né minna en 71 cm löng og þurfti Gylfi Kristjánsson að […]

Fiskiteljari kominn í Eyjafjarðará

Deila á:

Um sl. helgi var fiskiteljara komið fyrir á svæðamörkum fjórða og fimmta svæðis í Eyjafjarðará. Stjórn veiðifélags Eyjafjarðarár telur að teljarinn sé mikilvægt tæki í ransóknum á fiskgengd í ánna og eins til að átta sig á stofnstærð bleikjunnar.  Þetta er í annað sinn sem teljaranum er komið í ánna en í fyrra skiptið var ekki nógu vel staðið að málum en nú eru allir reynslunni ríkari. Nú þegar eru […]