Laus rjúpnaveiðileyfi 16-17 og 18 nóv

Deila á:

Erum með laust fyrir eitt holl, allt að 3 menn í gistingu og veiði hjá okkur um næstu helgi. Um er að ræða þriggja daga veiði á þremur mismunandi svæðum í Eyjafirði .Gisting í sumarhúsi á Hrísum, stutt á öll þrjú veiðisvæðin. Gisting og veiðileyfi 35.000 kr á mann miðað við þrjá. Nánari upplýsingar í netfangið rosberg@rosberg.is

 

Svæðin sem um ræðir eru Hólsgerði sem er fremsti bær í Eyjafirði. Um er að ræða skóg sem er um 200 hektarar að stærð og er mestmegnis lerki en veiðisvæðið allt er um 700 hektarar.

Hólsgerði

Hólsgerðisskógur og Torfufellsfjall

Flott landslag í Hólsgerði

 

Annað veiðisvæðið er Þormóðsstaðir en það er innsta jörðin í Sölvadal og er í um 340 metra hæð yfir sjó. Samkvæmt uppýsingum og kortum frá Búgarði þá eru Þormóðsstaðir taldir vera um 244 hektarar og Þormóðsstaðir II (ásamt þormóðsstaðadal) c.a. 3.000 hektarar sem er að mestu leyti Þormóðsstaðardalur.

Frá Þormóðsstöðum var lagður vegaslóði upp á Hólafjall árið 1960. Var sú leið nokkuð farin þar til vegur var ruddur fram Eyjafjarðardal 1975. Vegurinn um Hólafjall taldist hæsti fjallvegur á Íslandi um 1000 metra yfir sjávarmáli.

Séð inn Þormóðsstaðadal

Gamli vegurinn fyrir ofan Þormóðsstaði uppá Hólafjallið

Hlíðin

Eyðibýlið Þormóðsstaðir

Þriðja veiðisvæðið er Kroppur. Þar er ca 100 hektara skógur sem er tiltölulega ungur þannig að hann er þægilegur yfirferðar. Lerki og fura er ráðandi neðan til í skóginum en ofan til er mest af birki. Skógurinn er allur innan girðingar en þar fyrir ofan eru móar og melar upp að fjallsrótum. Að norðan er það Öldulækur sem skiptir landinu milli Kropps og Kristnes en að sunnan er það Grísará.

Úr Kroppskógi um síðustu helgi

Kroppur skógurinn, hlíðin og Súlurnar

Kroppskógur