Sumarhús

Við erum með til útleigu sumarhús í Hrísaskógi.
Um er að ræða 50 fm2 hús auk 20 fm2 svefnlofts.

Gisting er fyrir 8 manns, 2 svefnherbergi, annað með hjónarúmi og hitt með kojum.
Svefnpláss er því fyrir fjóra niðri en svo eru fjórar springdýnur á lofti.
Sængur og koddar eru fyrir 8 manns.

Eldhúskrókur og opið inní stofu, eldavél með ofni, örbylgjuofn og ísskáp ásamt öllum venjulegum eldhúsbúnaði.

Stofa með sjónvarpi, dvd, útvarpi og kamínu. Rúmgott baðherbergi með sturtu. Við húsið er heitur rafmagnspottur og gasgrill.

Fréttir - Sumarhús