Rósberg Óttarsson

36 posts

Vænir birtingar úr Eyjafjarðará í dag

Deila á:

Vænir sjóbirtingar veiddust á 2. svæði Eyjafjarðarár í dag.  Tristan Darri Ingvason var við veiðar seinni vaktina og landaði 4 fiskum. Um var að ræða boltafiska og voru tveir þeirra yfir 70 cm. Sá stærri 79 cm og annar 72 cm.  Veiðin hefur farið vel af stað í ánni þrátt fyrir kuldatíð fyrir norðan frá opnun árinnar. Veiðimenn hafa verið að kljást við krapa í ánni og þegar sólin sest […]

Mikil bleikjuveiði fyrstu tvo daga vorveiðinnar.

Deila á:

Fyrstu tveir dagar vorveiðinnar í Eyjafjarðará einkennast af mikilli bleikjuveiði á 1. svæði. Alls hafa rúmlega 50 bleikjur veiðst á svæðinu og eru þær nánast allar á bilinu 50 til 60 cm. Innan við 10 sjóbirtingar hafa veiðst á 1. svæði, frekar smáir en þó einn 67 cm. Þónokkur veiði var einnig á 2. svæði þessa fyrstu tvo daga og virðist sem að meira sé af sjóbirtingi þar. Hægt er […]

Aftur í hrossarækt

Deila á:

  Síðastliðið sumar tók ég þá ákvörðun að byrja aftur í hrossarækt en þá hafði ég ekki haldið hryssu í fimm ár. Ég eignaðist fyrstu verðlauna hryssuna Skessu frá Kópavogi sem er með 7,81 fyrir byggingu, 8,13 fyrir hæfileika og 8,01 í aðaleinkunn. Ættir Skessu finnst mér spennandi en hún er undan Hrafnsdótturinni, Vordísi frá Kópavogi og faðirinn er Orrasonurinn Sókrates frá Herríðarhóli. Sókrates þessi er albróðir gæðingarmóðurinnar Heru frá […]

Eyjafjarðará á uppleið

Deila á:

Eftir ansi mörg mögur ár í Eyjafjarðaránni er heldur að rofa til. 777 bleikjur voru skráðar á land sl. sumar en það er mesta veiði síðan 2006. Hún á samt langt í land með að ná gullaldarárunum þar sem hún fór mest uppí rúmlega 3600 bleikjur árið 1997.  Þó að ástæða hrunsins í ánni sé líklega að stórum hluta náttúrulegar orsakir má ekki útiloka einnig að ofveiði hafi verið hluti […]